Um hundasport.is

Slider by IWEBIX


Við eigum öll áhugamál og hundar einnig. Hundar sem æfa leitir eignast áhugamál í þessum æfingum. Hundar sem æfa hundafimi sýna að þeir hugsa um verkefnin á milli æfinga og tilhlökkun þegar mætt er á æfingar.

Þjálfun leitarhunds er sú list að hundur finni týndan mann og sýni hvar hann er. Hundurinn kann að nota nefið til að leita – en hvernig veit hann hvað skal finna? Allir hundar geta lært eitthvað nýtt. Skiptir engu hve gamlir þeir eru.

Hundar sem æfa reglulega sýna tilhlökkun að fara í bílinn á æfingadögum. Fólk sem æfir reglulega lærir margt nýtt og oft eitthvað sem kemur á óvart. Umfram allt eignast þú eitthvað sameiginlegt með hundinum. Þú og hundurinn eruð félagar í lífinu, en eigið þið saman áhugamál?

Leitarhundaþjálfun

Þessi þjálfun tekur fyrir sporhunda, víðavangsleit, hverfaleit, efnaleit og snjóleit.  Þetta er valkostur fyrir alla sem hafa áhuga á hundum. Hundafólk sem stundar æfingar kynnist hundum sínum betur.

Þannig lærist hundasálfræðin best. Úti með hundinum, við leik, vinnu, útivist. Einn góðan veðurdag gæti þinn hundur bjargað mannslífi – en það er bara bónus.

Nánari upplýsingar í síma 778-1296

Comments are closed.